Flřtilei­ir
mßnudagurinn 16. nˇvemberá2015 - 08:21 | Menningarmßl

Dagur Ýslenskrar tungu

Eiríkur Örn Norðdahl les upp úr Heimsku, nýjustu skáldsögu sinni, á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember kl 20:00 í Edinborgarhúsinu. Heimska er skáldsaga um að sjá allt og sjást alls staðar, um óstjórnlega forvitni mannsins og þörf hans fyrir að vekja athygli, um fánýti bókmennta og lista – og mikilvægi – um líkindi mismunarins, um hégóma, ást og svik. Og síðast en ekki síst um framtíðina.

Sent verður út frá viðburðinum á netinu í samstarfi við Jakinn TV, sem séð hefur um netútsendingar á íþrótta- og tónlistaviðburðum um árabil

Slóðin fyrir netútsendinguna er jakinn.tv/live


Eiríkur Örn Norðdahl hlaut viðurkenningu Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2007 og Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir þýðingu sína á Móðurlaus Brooklyn eftir Jonathan Lethem 2008. Fyrir skáldsögu sína Illsku hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012. Hann hefur ferðast víða um heiminn til að taka þátt í bókmennta- og ljóðahátíðum. 

Vi­bur­adagatal
« Oktˇber »
S M Ů M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Vefumsjˇn