Flřtilei­ir
f÷studagurinn 20. oktˇberá2017 - 09:52 | Menningarmßl

Tˇnleikar Frach brŠ­ra

Sunnudaginn 22. október kl. 16:00  bjóða bræðurnir Maksymilian, Mikolaj og Nikodem Frach Vestfirðingum á skemmtilega og fjölbreytta  tónleika í Hömrum. Þeir eru ísfirskum tónlistarunnendum að góðu kunnir, hafa víða komið fram, einir og með öðrum, og ávallt vakið mikla athygli fyrir frábæran tónlistarflutning.

Nú  hafa þeir fengið til liðs við sig vini frá Póllandi, Karolinu Marks, Beata Tasarz, og Hanna Nieborak auk þess sem foreldrar þeirra, Janusz og Iwona taka þátt í tónleikunum. Efnisskráin er metnaðarfull og óvenjuleg. Mikolaj leikur einleik í hinum fagra píanókonsert Chopins  í f-moll nr. 2, Nikodem spilar einleik í fiðlukonsert í a-moll eftir Bach og Maksymilian og Karolina spila tvíelikinn í fiðlukonsert í d-moll BWV 1043 fyrir 2 fiðlur eftir Bach.

Maksymilian  Haraldur er 21 árs, lauk framhaldsprófi með glæsibrag frá Tónlistarskóla Ísafjarðar fyrir nokkrum árum, fór svo í Listaháskóla Íslands þar sem hann var nemandi Guðnýjar Guðmundsdóttur. Hann fór sem skiptinemi til Póllands og stundar nú nám við Tónlistarháskólann í Kraków. Mikolaj Ólafur, sem er aðeins 17 ára, lauk framhaldsnámi í ipíanóleik sl. vor og hélt þá eftirminnilega tónleika í Hömrum. Hann hefur verið við píanónám í Póllandi undanfarna mánuði, en er nú kominn heim aftur. Yngsti bróðirinn, Nikodem Júlíus, 15 ára,  stundar fiðlunám hjá föður sínum við Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Allir eru velkomnir á tónleika  þessarari músíkölsku fjölskyldu og er aðgangur ókeypis. Frjáls framlög í ferðasjóð hljóðfæraleikaranna eru vel þegin.

Þess má geta að í næstu viku verða tónleikarnir endurteknir á höfuðborgarsvæðinu, nánar tiltekið i tónleikasal Tónlistarskólans í Garðabæ við Kirkjulund 11. Tónleikarnir verða fimmtudagskvöldið 26.október og hefjast kl.19.30 og eru öllum opnir.

f÷studagurinn 20. oktˇberá2017 - 08:24 | FrŠ­sla

VÝsindaport - Virkni sřrustillandi efna ß krabbamein

Í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á föstudag kynnir Ísfirðingurinn Óskar Örn Hálfdánsson, líffræðingur, doktorsverkefni sitt þar sem hann er að rannsaka möguleg áhrif sýrustillandi lyfja á krabbameinsfrumur.

Eitt af því sem er einkennandi fyrir krabbameinsæxli er lágt sýrustig sem umlykur krabbameinsfrumur. Ýmislegt bendir til þess að súrt æxlisumhverfi sé mikilvægur þáttur í framþróun krabbameina og í viðnámi frumna gegn krabbameinslyfjameðferðum. Prótónupumpuhemlar (PPI lyf) eru sýrustillandi lyf sem eru mikið notuð á Íslandi. Fyrri rannsóknir gefa vísbendingar um að hægt sé að nýta sýrustillandi virkni þeirra til að hafa áhrif á sýrustigið umhverfis krabbameinsfrumur og hemja æxlisvöxt. Markmiðið með þessu verkefni er að gera faraldsfræðilega rannsókn til þess að kanna möguleg tengsl á milli PPI lyfjanotkunar og krabbameinsáhættu. Doktorsverkefnið er unnið við Miðstöð í lýðheilsuvísindum og Lífvísindasetur Háskóla Íslands.

Óskar Örn er fæddur og uppalinn að mestu leyti á Ísafirði. Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Ísafirði, BS prófi í líffræði frá Háskóla Íslands og MS prófi í líf- og læknavísindum frá sama skóla. Óskar Örn vann meistaraverkefni sitt á frumulíffræðideild rannsóknastofu Landspítalans í meinafræði sem fól í sér rannsókn á ættlægu brjóstakrabbameini og leit að stökkbreytingum í genum sem gætu útskýrt hækkaða áhættu sumra kvenna á því að greinast með meinið. Undanfarin ár hefur hann starfað fyrir mjólkurvinnsluna Örnu í Bolungarvík. Vinnan við doktorsverkefnið hófst haustið 2015 og er unnið við Miðstöð í lýðheilsuvísindum og Lífvísindasetur Háskóla Íslands.

Vísindaportið er að vanda öllum opið og stendur frá 12.10-13.00 í kaffistofu Háskólaseturs. Erindið verður flutt á íslensku.

fimmtudagurinn 19. oktˇberá2017 - 08:34 | BŠjarskrifstofur

BŠjarskrifstofan lokar fyrr Ý dag, 19. oktˇber.

Í dag, fimmtudaginn 19. október, er starfsmannadagur hjá starfsfólki Ísafjarðarbæjar.
 
Því mun bæjarskrifstofan loka klukkan 12:00 í dag.
mi­vikudagurinn 18. oktˇberá2017 - 15:54 | Stjˇrnsřslusvi­

Utankj÷rfundaratkvŠ­agrei­sla ß Ůingeyri

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis fer fram í heilsugæslunni Vallargötu 7, Þingeyri, föstudaginn 20. október frá kl. 13.00 - 15.30.

Öllum íbúum á Þingeyri og i nærsveitum sem ekki eiga þess kost að greiða atkvæði á kjördag er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar á Þingeyri þennan dag.

Kjósendur skulu hafa með sér persónuskilríki.

■ri­judagurinn 17. oktˇberá2017 - 15:51 | Umhverfis- og eignasvi­

Sorphir­a og f÷rgun - ┌tbo­

Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið „Sorphirða og förgun í Ísafjarðarbæ“. 

 

Verkið felst m.a. í hirðu og förgun á almennu sorpi og endurvinnslusorpi frá heimilum í þéttbýli í Ísafjarðarbæ, þ.e. Ísafirði, Hnífsdal, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri; rekstri gámastöðva til móttöku á sorpi í Funa og á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri og afsetningu úrgangs sem þangað berst.  Verktaki skal einnig hirða lífrænan úrgang frá heimilum og nota í moltugerð. 

 

Verksamningur verður gerður til fjögurra ára með heimild til framlengingar í tvisvar sinnum tvö ár.  Verktími hefst 1. janúar 2018.

 

Helstu magntölur eru eftirfarandi:

Tæming á sorptunnum                                  27.330  stk. á ári

Tæming á endurvinnslutunnum                    27.300  stk. á ári

Tæming á lífrænum úrgangi                         27.300  stk. á ári

Sorp til urðunar                                                485  tonn á ári

Afsetning endurvinnsluúrgangs                        150 tonn á ári

Lífrænn úrgangur til moltugerðar                     90  tonn á ári

Móttaka úrgangs á gámastöðvum                1.430  tonn á ári

 

Útboðsgögn verða afhent hjá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. Aðalstræti 26, 400 Ísafirði frá og með miðvikudeginum 18. október n.k.  Einnig er hægt að senda pöntun á gögnum á netföngin  gisli@tvest.is  og  sveinn@tvest.is                                                          

Tilboð skulu hafa borist Umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1 Ísafirði       4. hæð, fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 7. nóvember 2017.

 

Tilboðin verða opnuð í sal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar Hafnarstræti 1, Ísafirði 2. hæð,         kl. 11.15 sama dag.

■ri­judagurinn 17. oktˇberá2017 - 15:04 | ═■rˇttir og tˇmstundir

Ůrjßr af fjˇrum laugum opna seinna ß fimmtudag

Vegna starfsmannadags Ísafjarðarbæjar á fimmtudag opna þrjár af fjórum sundlaugum bæjarins seinna en venjulega. Sundhöll Ísafjarðar, Flateyrarlaug og Þingeyrarlaug opna allar klukkan 18, en opnunartími Suðureyrarlaugar verður óbreyttur.

■ri­judagurinn 17. oktˇberá2017 - 08:10 | Menningarmßl

Opnun ß sřningu verka Kristins PÚturssonar

Þriðjudaginn 17. október kl. 16.30 opnar sýning á verkum Kristins Péturssonar í sal Listasafns Ísafjarðar. Sýningin er samvinnuverkefni Listasafnsins og Listasafns ASÍ. Á opnuninni mun Jón Sigurpálsson fjalla um Kristinn og verk hans.

Kristinn fæddist 17. nóvember 1896 á Bakka í Hjarðardal í Dýrafirði. Hann var snemma ákveðinn í því að leita sér mennta og hneigðist að myndlist þrátt fyrir erfið ytri skilyrði svo sem veikindi og takmarkaðan myndlistaraðgang. Að loknu kennaraprófi frá Kennaraskólanum sótti Kristinn tíma í teikningu hjá Þórarni B. Þorlákssyni og einnig Guðmundi Thorsteinssyni (Mugg) áður en hann hélt til Noregs 1923. Þar nam hann fyrst eitt ár við listiðnaðarskólann í Voss en komst þá inn í Listaakademíuna í Osló og lauk þaðan námi 1927. Í Noregi lagði Kristinn fyrst stund á höggmyndalist en snéri sér síðan að málverkinu og valdi þá framsækna deild Axel Revold. Kristinn kynnti sér líka grafík og vann eirstungur, fyrstur Íslendinga. Hann sótti nám til Parísar og Kaupmannahafnar, fór reglulega utan til þess að sjá helstu samtímalistviðburði auk þess að ferðast til að kynna sér listasöguna af eigin raun í Evrópu, Egyptalandi og Austurlöndum nær.

Kristinn settist að í Hveragerði árið 1940 líkt og fleiri listamenn á þeim tíma.  Þar hélt hann sína síðustu sýningu árið 1945 en eftir það hélt hann sig til hlés og vann að verkum sínum í kyrrþey. Allnokkurt safn málverka og teikninga liggur eftir Kristin, en síðustu skúlptúrar hans – ef til vill þau verk sem helst myndu vekja forvitni í dag – eru með öllu horfnir. Stærsta safn verka hans er í eigu Listasafns ASÍ.  Kristinn lést árið 1981.

Sýningin er opin á opnunartíma Safnahússins kl.  1 - 6 virka daga og 1- 4 á laugardögum. Hún stendur frá 17.10 -18.11 2017. 

fimmtudagurinn 12. oktˇberá2017 - 16:29 | FrŠ­sla

VÝsindaport - FŠdd Ý r÷ngum lÝkama

Í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á föstudag verður fjallað um málefni sem mörgum kann að þykja viðkvæmt en er engu að síður mikilvægt umfjöllunarefni. Ísfirðingurinn Veiga Grétarsdóttir fæddist í líkama drengs en fann snemma að þar átti hún ekki heima. Hún mun deila reynslu sinni í Vísindaporti og fjalla m.a. um kynleiðréttingarferlið hér á landi, sem hún hóf fyrir u.þ.b. þremur árum.

Í erindi sínu mun Veiga, sem áður hét Grétar Veigar Grétarsson, einnig fjalla um þunglyndið, fordómana og vanlíðanina sem fylgir því að geta ekki verið maður sjálfur og þá ánægju sem fylgdi því þegar hún gat loks verið hún sjálf. Einnig mun hún segja frá muninum á því að vera kona í stað karls í samfélagi.

Veiga Grétarsdóttir er fædd á Ísfirði og ólst þar upp sem strákur. Hún flutti búferlum frá Ísafirði rétt eftir tvítugt en er nú flutt aftur heim eftir tuttugu ára fjarveru og starfar við Grunnskólann á Ísafirði. Í millitíðinni hefur hún búið á Akureyri, í Reykjavík, Noregi og nú síðast á Reyðafirði. Veiga er menntaður rennismiður og hefur unnið sem slíkur megnið af starfsævinni eða í um tvo áratugi. Einnig hefur hún starfað við smíðar og bílaviðgerðir ásamt því að vera menntuð sem förðunarfræðingur.

Vísindaportið fer fram í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða frá 12.10-13.00 og er opið öllum áhugasömum. Erindi vikunnar fer fram á íslensku.

fimmtudagurinn 12. oktˇberá2017 - 15:11 | Umhverfis- og eignasvi­

Vatnsleysi Ý Holtahverfi

Á morgun, föstudaginn 13. október, mun kalda vatnið vera tekið af Holtahverfi frá 09:00 - 12:00 vegna viðgerða.

Afsökum óþægindin.

mi­vikudagurinn 11. oktˇberá2017 - 08:15 | Stjˇrnsřslusvi­

405. fundur bŠjarstjˇrnar

405. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 12. október 2017 og hefst kl. 17:00.

 

Dagskrá:

 

Almenn mál

1.  

Sorpmál 2018 - útboð - 2016090021

 

Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að útboð vegna sorphirðu og -förgunar fari fram á grunni þeirra útboðsgagna sem kynnt hafa verið bæjarfulltrúum.

 

   

2.  

Árneshreppur - breyting á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi vegna Hvalárvirkjunar - 2017090023

 

Tillaga frá 484. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, 27. september sl., að umsögn um tillögu á breytingu á aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025 ásamt umhverfisskýrslu, einnig tillögu á deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu fyrir Hvalárvirkjun sem samþykkt var á fundi hreppsnefndar Árneshrepps þann 15.ágúst 2017.
Bæjarráð tók málið fyrir á 989. fundi sínum, 2. október sl., og vísaði áfram til bæjarstjórnar.

 

   

3.  

Umsókn um að nýta tún í Engidal - 2012070001

 

Tillaga frá 484. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, 27. september sl., um að Kristján Ólafsson fái tún í Engidal til afnota næstu fimm árin.

 

   

4.  

Tölvumál Ísafjarðarbæjar 2017 - 2017020127

 

Tillaga frá 989. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 2. október sl., um að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun, vegna tölvuráðgjafar.

 

   

Fundargerðir til kynningar

5.  

Bæjarráð - 988 - 1709021F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 988. fundar bæjarráðs sem haldin var 25. september sl. Fundargerðin er í 9 liðum.

 

   

6.  

Bæjarráð - 989 - 1709025F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 989. fundar bæjarráðs sem haldinn var 2. október sl. Fundargerðin er í 18. liðum.

 

   

7.  

Bæjarráð - 990 - 1710006F

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 990. fundar bæjarráðs sem haldinn var 9. október sl. Fundargerðin er í 9 liðum.

 

   

8.  

Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 152 - 1709023F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 152. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðums em haldinn var 28. september sl. Fundargerðin er í 1 lið.

 

   

9.  

Fræðslunefnd - 383 - 1710001F

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 383. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 5. október sl. Fundargerðin er í 5 liðum.

 

   

10.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 484 - 1709020F

 

Lögð er fram fundargerð 484. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. september sl. Fundargerðin er í 5 liðum.

 

   

11.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 54 - 1709014F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 54. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 26. september sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

   

12.  

Öldungaráð - 7 - 1710003F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 7. fundar öldungaráðs Ísafjarðarbæjar, sem haldinn var 4. október sl. Fundargerðin er í 3 liðum.

 

   

 

Ísafjarðarbær, 10. október 2017

  

Gísli Halldór Halldórsson,

 bæjarstjóri.

SÝ­a 1 af 100
Vi­bur­adagatal
« Oktˇber »
S M Ů M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Vefumsjˇn