Hćfingastöđin Hvesta

Hlutverk Hvestu er m.a. að veita starfsmönnum markvissa þjálfun, út frá stöðumötum í ýmsum athöfnum daglegs lífs (ADL). Skapa starfsmönnum vinnuverkefni og leiðbeiningar varðandi þau og eftirfylgd varðandi ný verkefni. Að aðstoða starfsmenn við að stunda endurhæfingu og að finna afþreyingu, skipuleggja hana og fylgja henni eftir. Hvesta vinnur eftir lögum og reglugerðum um atvinnumál fatlaðra. Aðalmarkmið Hvestu er að veita hæfingu og iðju en í því felst m.a. kerfisbundin og alhliða starfs- og félagsleg þjálfun. Eitt af undirmarkmiðum Hvestu ekki síður mikilvægt það er að setja hvern og einn starfsmann í fyrirrúm. Að vinnan sé miðuð eftir getu, þoli og áhuga hvers og eins.

 

Forstöðumaður er Ingibjörg Sólveig Guðmundsdóttir

 

Netfang: hvesta@isafjordur.is

Vefumsjón